Fara yfir á efnisvæði

Hekla innkallar Volkswagen Touareg

07.04.2016

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu um innköllun á Volkswagen Touareg frá árgerð 2010 til 2016. Ástæða innköllunar er að öxull fyrir bremsupedala getur farið úr stýringu vegna þess að öxulsplitti getur vantað. Við þessar aðstæður verður nauðhemlun ekki möguleg og slysahætta skapast. Hekla hf. hefur flutt inn 59 bíla sem falla undir það tímabil sem umræddir bílar voru framleiddir á.

Haft verður samband við eigendur þessara bíla á næstu dögum.

TIL BAKA