Fara yfir á efnisvæði

Hekla innkallar Volkswagen Passat og Skoda

08.04.2016

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu að innkalla þurfi 17 Volkswagen Passat og 6 Skoda Superb árgerð 2015 og 2016 með Panorama sólþaki. Ástæða innköllunar er sú að sólþakið skynjar ekki hindrun þegar því er lokað með lykli bílsins og því getur skapast hætta á að fyrirstaða klemmist á milli. Til að koma í veg fyrir meiðsli eða skemmdir sem gætu orðið ef fyrirstaða klemmist á milli er nauðsynlegt að slökkva á búnaði sem gerir það kleift að hægt sé að stýra sólþakinu með lykli. Úrbætur felast í því að hugbúnaður fyrir sólþak verður uppfærður.

Hekla hf. mun senda eigendum bréf vegna þessarar innköllunar á næstu dögum.

TIL BAKA