Fara yfir á efnisvæði

BL ehf innkallar Nissan Pulsar

11.04.2016

Lógó BLNeytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 117 Nissan bifreiðum árgerð 2014-2015, af tegundinni Pulsar. Ástæða innköllunarinnar er að Nissan hefur greint frá rangri kvörðunar stilingu á stjórnboxi fyrir sjálfvirka hæðarstillingu LED aðalljósa í Nissan Pulsar. Afleiðingar sem koma upp vegna þessa hugbúnaðarvillu valda því að sjálfstilling aðalljósa ökutækis stilla sig ekki rétt af þegar bíll er hlaðinn að aftan, og þar af leiðandi verður ljósastilling röng og ekki samkvæmt reglugerð.

BL ehf mun hafa samband við bifreiðareigendur vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA