Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

12.04.2016

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 37/2015 um auðkennið „Reykjavík Lights Apartment“.
Í ákvörðun Neytendastofu var Bergþórugötu 23 ehf. bannað að nota auðkennið „Reykjavík Lights Apartments“ þar sem það var talið of líkt auðkenni Keahótel ehf. „Reykjavík Lights“. Kom fram að þrátt fyrir að um almenn og lýsandi orð væri að ræða teldust orðin samsett og í samhengi við gistiþjónustu vera nógu sérkennandi til að geta notið verndar. Aðilarnir væru keppinautar á markaði og því væri um hættu á ruglingi að ræða.

Úrskurð í máli nr. 13/2015 má lesa í heild sinn hér

TIL BAKA