Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi

13.04.2016

Sýningarkerfi ehf. kærðu ákvörðun Neytendastofu frá 10. nóvember 2015 þar sem stofnunin taldi ekki ástæða til aðgerða vegna notkunar Grafíker ehf. á léninu syningakerfi.is. Áfrýjunarnefnd neytendamála komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði nr. 17/2015 að fyrirtækin væru í samkeppni og möguleg notkun á léninu muni brjóta gegn lögum um viðskiptahætti og markaðssetningu. Áfrýjunarnefndin bannaði því notkun á léninu.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA