Fara yfir á efnisvæði

Suzuki bílar hf innkalla bifreiðar

19.04.2016

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílar hf um innköllun á 274 Suzuki SX4 S-Cross bifreiðum af árgerðum 2013 til 2016. Ástæða innköllunarinnar er sú að möguleiki er á því að við framleiðslu áklæðis fyrir sætisbök að framan að saumur þess sé ófullnægjandi með þeim hætti að á þeim stað sem líknarpúðinn er staðsettur er styrkur saumsins of mikill og getur valdið því að líknarpúðinn fari ekki rétt út. Til að lagfæra þetta þarf að skipta um áklæði á sætisbökum að framann.

Suzuki bílar hf mun hafa samband við bifreiðareigendur vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA