Fara yfir á efnisvæði

Fullyrðingar Vodafone

20.04.2016

Neytendastofu barst erindi frá Símanum vegna auglýsinga Vodafone með fullyrðingum um stærsta 4G kerfið og landstærsta sjónvarpsdreifikerfið auk fullyrðingarinnar „stærstir í 4G“. Neytendastofa taldi að með birtingu fullyrðingarinnar „stærstir í 4G“ og fullyrðingum um stærsta sjónvarpsdreifikerfið án nánari skýringa hefði Vodafone brotið gegn ákvæðum laga um viðskiptahætti og markaðssetningu.

Ákvörðun Neytendastofu má lesa hér.

TIL BAKA