Toyota innkallar 88 Lexus bifreiðar
20.04.2016
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 88 Lexus IS og GS bifreiðar af árgerðum frá 2004-2007. Ástæða innköllunarinnar er ónóg hersla á eldsneytisþrýstinema getur orsakað að pakkning á honum fari að leka. Í Viðgerðinni verður skipt um pakkninguna og neminn hertur.
Toyota mun hafa samband við bifreiðareigendur vegna þessarar innköllunar.