Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa sektar Betra Bak

20.05.2016

Neytendastofa hefur lagt 400.000 kr. stjórnvaldssekt á verslunina Betra Bak fyrir að hafa auglýst vörur á tilboðsverðum án þess að geta fært fullnægjandi sönnur á að vörurnar hafi verið seldar eða boðnar til sölu á tilgreindu fyrra verði.

Þar sem Betra Bak hafði áður brotið gegn reglum sem gilda um útsölur og aðra sölu þar sem selt er á lækkuðu verði taldi Neytendastofa nauðsynlegt að leggja stjórnvaldssekt á fyrirtækið til að tryggja varnaðaráhrif.

Neytendastofa bendir á að fyrirtæki verða að geta sannað með fullnægjandi hætti að fyrri verð í auglýsingum séu rétt verð.

Ákvörðun um sekt má nálgast hér. 

TIL BAKA