Fara yfir á efnisvæði

Hafðu áhrif á neytendalöggjöfina

13.06.2016

Neytendastofa vekur athygli á því að á vegum Evrópusambandsins er nú unnið að því að skoða hvort neytendalöggjöf sambandsins sé að skila tilætluðum árangri fyrir neytendur. Þær gerðir sem falla undir skoðunina eru:

    • Tilskipun um óréttmæta skilmála í neytendasamningum nr. 93/13/EBE
    • Tilskipun um tiltekna þætti í sölu neysluvara og ábyrgð þar að lútandi nr. 1999/44
    • Tilskipun um óréttmæta viðskiptahætti nr. 2005/29
    • Tilskipun um neytendavernd að því er varðar upplýsingar um verð nr. 98/6
    • Tilskipun um villandi auglýsingar og samanburðarauglýsingar nr. 2006/114
    • Tilskipun um lögbann til verndar hagsmunum neytenda nr. 2009/22
    • Tilskipun um réttindi neytenda nr. 2011/83

Sem hluti af þessari skoðun er búið að opna sérstakan spurningalista sem neytendur og félagasamtök geta farið í gegnum til þess að lýsa sinni upplifun.

Lýsingu á verkefninu ásamt spurningalistanum finnur þú hér:

http://ec.europa.eu/justice/newsroom/consumer-marketing/opinion/160502_en.htm

TIL BAKA