Fara yfir á efnisvæði

Villandi merkingar Sports Direct

15.06.2016

Neytendastofu berast reglulega kvartanir frá neytendum vegna vefsíðunnar sportsdirect.com. Kvartanirnar snúa að því að bæði sé verðmunur og ólíkt vöruúrval í versluninni Sports Direct og á vefsíðunni. Stofnunin óskaði skýringa Sports Direct og fékk upplýsingar um að verslunin á Íslandi standi ekki að vefsíðunni heldur sé það félagið í Bretlandi sem haldi úti síðunni. Neytendastofa taldi af þessum sökum ekki tækt að gera frekari athugasemdir við Sports Direct á Íslandi vegna vefsíðunnar.

Í ljósi þess að verslun Sports Direct á Íslandi tengist ekki vefsíðunni sportsdirect.com og að teknu tilliti til þess að verð í versluninni og á vefsíðunni eru ekki hin sömu og vöruúrval annað hefur Neytendastofa bannað versluninni á Íslandi að tengja sig í auglýsingum og merkingu utan á versluninni við vefsíðuna sportsdirect.com. Í ákvörðuninni er um það fjallað að Neytendastofa telji tilvísun Sports Direct til vefsíðunnar vera villandi gagnvart neytendum enda gefi það til kynna tengsl verslunarinnar við vefsíðuna.

Ákvörðun nr. 31/2016 má lesa hér

TIL BAKA