Fara yfir á efnisvæði

Bönd í gluggatjöldum

28.06.2016

FréttamyndNeytendastofa tekur þátt í átaksverkefni á vegum Efnahags- framfarastofnunarinnar (OECD) vegna banda á gluggatjöldum. Átakinu er ætlað að upplýsa neytendur, einkum foreldra og umönnunaraðila barna, um hættur sem tengjast böndum á gluggatjöldum. Neytendur eru hvattir til að athuga vel hvort hætta sé að börn geti komist í böndin og gera þá viðeigandi varúðarráðstafanir, ekki aðeins á heimili sínu heldur einnig á öðrum stöðum sem börn dvelja s.s. í orlofsbústöðum, húsbílaum og hótelum. Markmiðið með átakinu er að draga úr hættu á dauðaslysum og meiðslum sem lykkjur á snúrum og böndum gluggatjalda geta valdið börnum.

Þetta er í annað sinn sem stjórnvöld ríkjanna vinna saman en fyrra verkefnið var vegna þvottaefnahylkja. Átaksverkefnið er núna í gangi hjá 23 eftirlitsstofnunum í 5 heimsálfum: Bandaríkjunum, Ástralíu, Belgíu, Brasilíu, Kanada, Chile, Tékkland, Kólumbíu, Króatíu, Kýpur, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Finnlandi, Frakklandi, Íslandi, Japan, Lettlandi, Möltu, Mexíkó, Perú, Portúgal, Sviss, Tyrklandi og Bretlandi.

Gott er að hafa eftirfarandi atriði í huga:

    • Setjið eingöngu upp gluggatjöld sem eru án banda á heimilum með ung börn.
    • Ef bönd eru á gluggatjöldum færið vöggur, rúm, eða önnur húsgögn og leikföng frá gluggunum vegna þess að börn gætu klifrað upp og náð í böndin.
    • Passið upp á að böndin séu ekki það löng að ung börn nái í þau. Hægt er að kaupa sérstakan öryggisbúnað fyrir börn eins og til dæmis snúrustytti.
    • Athugið hvernig böndin eru á gluggatjöldum þegar þegar þið farið í heimsókn á nýjan stað t.d. orlofsbústað, hótel eða íbúðaskipti.

Bönd á gluggatjöldum eru stórhættuleg ef þau er of löng, börn allt að 9 ára hafa flækst í böndum þó flest tilfelli tengjast börnum undir 3 ára aldri. Börn geta kyrkst ef böndin mynda lykkju um hálsinn og hafa verður í huga að kyrking gerist hratt og hljóðlaust. Dauðsföll og meiðsli vegna kyrkingarhætti geta gerst hvar sem er þar sem óörugg bönd eru á gluggatjöldum.

TIL BAKA