Notkun á vörumerki Dýraverndarsambands Íslands
Dýraverndarsamband Íslands kvartaði til Neytendastofu vegna notkunar Árna Stefáns Árnasonar á léninu dyraverndarinn.is og myndmerki í eigu félagsins. Dýraverndarsambandið krafðist þess að Árni Stefáni yrði bönnuð notkun auðkennanna þar sem hætta væri á að villst yrði á starfsemi Árna Stefáns og starfsemi Dýraverndarsambandsins.
Neytendastofa taldi að þar sem báðir aðilar máls láti sig dýravernd varða og haldi úti vefsvæði sem miði að dýravernd þá valdi notkun Árna Stefáns ruglingshættu milli aðila. Talið var að Árni Stefán hefði brotið gegn 5. gr. og 15. gr. a. laga nr. 57/2005 og var Árna Stefáni bönnuð öll notkun lénsins dyraverndarinn.is, orðmerkisins og myndmerkisins DÝRAVERNDARINN.
Ákvörðunina má nálgast hér