Fara yfir á efnisvæði

Veitingastaðurinn Silfur sektaður

18.07.2016

Neytendastofa kannaði ástand verðmerkinga hjá veitingastaðnum Silfur í Hafnarfirði og leiddi skoðunin í ljós að matseðil vantaði við inngöngudyr auk þess sem ekki voru tilgreindar magnupplýsingar drykkja. Í mars s.l. var framkvæmd önnur skoðun hjá veitingastaðnum og kom í ljós að ekki hafði verið bætt úr merkingum. Neytendastofa hefur því lagt stjórnvaldssekt að fjárhæð 50.000 kr. á Silfur.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA