Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

29.07.2016

Neytendastofa tók þá ákvörðun með bréfi dags. 8. júní 2016 að afhenda ekki gögn er varða öryggi fullgildra rafrænna undirskrifa og öryggi burðarlags fyrir fullgildar rafrænar undirskriftir í farsíma. Neytendastofa taldi að mikilvægir almanna- og einkahagsmunir krefðust þess að takmarkaður væri aðgangur að umbeðnum gögnum á grundvelli upplýsingalaga. Neytendastofa vísaði einnig til þess að stjórnsýslumál væri í gangi hjá stofnuninni vegna erindisins og teldust umbeðinn gögn ekki vera hluti að gögnum þess máls og því bæri stofnuninni ekki að afhenda gögnin á grundvelli stjórnsýslulaga. Áfrýjunarnefnd neytendamála taldi sig ekki hafa forsendur að svo stöddu til að draga í efa afmörkun Neytendastofu á gögnum málsins og staðfesti því hina kærðu ákvörðun.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.  

TIL BAKA