Suzuki bílar hf innkalla bifreiðar
17.08.2016
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílar hf um innköllun á 86 Suzuki Swift bifreiðum af árgerðum 2014 til 2015. Ástæða innköllunarinnar er sú að vegna ófullnægjandi framleiðslu á hemladælu er ummál það sem gert er fyrir stimpil fyrir handhemil of mikið og þar af leiðandi þéttleiki þess ónógur. Af þessum sökum er möguleiki á því að hemlavökvi leki úr hemladælunni og aðvörunarljós fyrir hemlavökva komi upp í mælaborði. Í versta tilfelli getur hemlunargeta orðið minni.
Suzuki bílar hf mun hafa samband við bifreiðareigendur vegna þessarar innköllunar.