Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa skoðar skilmála vefverslana

30.09.2016

Neytendastofa skoðaði 30 íslenskar vefverslanir í samevrópsku átaki eftirlitsstofnana með upplýsingum á vefsíðunum. Neytendastofa tekur þátt í slíku verkefni á hverju ári. Misjafnt er á milli ára hvaða tegundir af vefsíðum eru skoðaðar og hvaða upplýsingagjöf áhersla er lögð á. Þegar hafa m.a. vefverslanir með raftæki, rafbækur, neytendalán og ferðaþjónusta verið skoðaðar. Á árinu 2015 snéri skoðun Neytendastofu að vefsíðum með húsbúnað og húsgögn og skoðað var sérstaklega hvort upplýsingar um rétt neytenda til að falla frá samningi væru fullnægjandi.

Flestar vefsíðurnar þurftu að gera breytingar á upplýsingagjöf sinni og í langflestum tilfellum var það gert án frekari atbeina Neytendastofu. Níu vefsíður fengu senda ákvörðun þar sem þær gerður ekki fullnægjandi lagfæringar innan þess frests sem Neytendastofa hafði gefið þeim. Í dag eru enn tvær vefsíður, tekk.is og kisinn.is, sem ekki hafa farið að ákvörðun Neytendastofu.

Samkvæmt lögum eiga neytendur rétt á að falla frá fjarsölusamningi um kaup á vöru og fá hana endurgreidda í 14 daga frá því að þeir veita vörunni viðtöku. Á seljanda hvílir skylda að upplýsa neytendur um þennan rétt og hvernig þeir sem vilji nýta þennan rétt eigi að snúa sér.

Ákvarðanirnar má finna hér.

TIL BAKA