Fara yfir á efnisvæði

Heitið Spínatkál ekki villandi

13.10.2016

Neytendastofa tók til meðferðar kvörtun Hollt og Gott yfir heiti vörunnar Spínatkál frá Lambhaga gróðrarstöð. Kvörtunin snéri að því að merkingar og auglýsingar vörunnar væru villandi þar sem ekki væri um spínat að ræða og því gæfi heitið villandi upplýsingar um vöruna.

Í ljósi þess að tíðkast hefur, bæði hérlendis og erlendis, að kenna umrædda plöntu ýmist við spínat eða sinnep sem hluta í heiti hennar komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að heitið væri ekki villandi. Við það mat var m.a. litið til álits Matvælastofnunar um þetta efni.

Þá er í ákvörðuninni um það fjallað að Neytendastofa muni ekki taka efnislega afstöðu til heitisins Lambhagaspínat enda höfðu matvælayfirvöld þegar fjallað um það heiti og fyrirtækið breytt merkingum sínum áður en málið kom til meðferðar hjá Neytendastofu.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA