Fara yfir á efnisvæði

Auðkennið Super Jeep

18.10.2016

Neytendastofu barst erindi frá ferðaþjónustufyrirtækinu Superjeep ehf. þar sem kvartað var yfir notkun keppinautarins Super Jeep Drive ehf. á orðunum Super Jeep í firmaheiti, lénaheiti og í vörumerki fyrirtækisins.

Neytendastofa taldi að auðkenni fyrirtækjanna væru nokkuð lík. Það sem helst aðskildi þau væri stílfæring myndmerkis og enska orðið „drive“. Þrátt fyrir það taldi Neytendastofa að orðin Super Jeep væru almenn og lýsandi fyrir starfsemi aðila og að ekki væru nægilega veigamiklar ástæður í málinu til þess að veita svo sérkennalitlu auðkenni aukna vernd. Neytendastofa taldi því ekki ástæðu til aðgerða af hálfu stofnunarinnar vegna málsins.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA