Neytendastofa sektar 1909, Múla og Hraðpeninga
Neytendastofa hefur lokið ákvörðun gagnvart E-content, rekstraraðila 1909, Múla og Hraðpeninga vegna kostnaðar upplýsinga í tengslum við lán. Niðurstaða Neytendastofu var sú að brotið hafði verið gegn lögum um neytendalán og var stjórnvaldssekt því lögð á fyrirtækið.
1909, Múla og Hraðpeningar hafa boðið neytendum að kaupa rafbók og fá lán fyrir kaupunum. Neytendur geta um leið óskað eftir öðru láni, ótengdu bókakaupaláninu. Um er að ræða sambærilega viðskiptahætti og Neytendastofa hefur þegar tekið ákvörðun um gagnvart Kredia og Smálánum og áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest. Samkvæmt niðurstöðu Neytendastofu á E-content að fara með kaupverð rafbóka eins og kostnað þegar reiknaður er út heildarlántökukostnaður og árlegrar hlutfallstala kostnaðar.
Þegar hið svokallaða kaupverð er tekið með í útreikningana fer árleg hlutfallstala kostnaðar upp fyrir leyfilegt hámark og var E-content því bannað að innheimta svo háan kostnað í tengslum við lánveitingu.
Neytendastofa gerði einnig athugasemdir við að upplýsingagjöf við lánveitingu væri ekki fullnægjandi þar sem upplýsingar skortir bæði í staðlað eyðublað sem afhenda á neytendum fyrir lántöku og í lánssamning.
Í ljósi þessara brota lagði Neytendastofa 2.400.000 kr. stjórnvaldssekt á E-content.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.