Neytendastofa sektar Tölvulistann
Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á Tölvulistann fyrir brot gegn útsölureglum. Um var að ræða auglýsingabækling þar sem ranglega var gefið til kynna að allar vörur í bæklingnum væru á tilboði auk þess sem upplýsingar vantaði um fyrra verð á þeim vörum í bæklingum sem raunverulega voru á tilboði. Í tilefni brotsins lagði Neytendastofa 500.000 kr. stjórnvaldssekt á félagið.
Ákvörðunin var tekinn í tilefni kvörtunar Tölvutek og komu þar einnig til álita fullyrðingar úr ýmsum auglýsingum Tölvulistans. Neytendastofa fór fram á að Tölvulistinn sannaði fullyrðingarnar og voru færðar fullnægjandi sönnur á fullyrðingar um að tiltekin Nitro leikjatölva sé ein bestu kaupin hjá Tölvulistanum í ár og að tiltekin Acer tölva sé glæsilega hönnuð úr nýju E5 línunni frá Acer.
Neytendastofa taldi Tölvulistann hafa brotið gegn góðum viðskiptaháttum með birtingu fullyrðinganna: „Nitro leikjatölva með öllu því besta“, „Ein bestu kaupin frá Acer í ár“, „Hagkvæmasta 15,6" FULL HD með SSD“, „Lægsta verð sem við höfum náð á 14" fartölvu með 32 GB eMMC diski“, „Tölvulistinn hefur um árabil verið leiðandi í fartölvusölu á Íslandi“ og „Ánægðir Asus fartölvueigendur á Íslandi skipta tugþúsundum“
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér