Fara yfir á efnisvæði

Sölubann á Stjörnublys

02.12.2016

FréttamyndNeytendastofa sendi handblys frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu sem heita STJÖRNUBLYS í prófun á prófunarstofu á Spáni. Niðurstaða prófunarinnar var sú að 7 blys af 10 virkuðu ekki rétt þar sem að þau uppfylltu ekki kröfur um grunngerð skotelda. STJÖRNUBLYSIN eru í flokki 1 sem eru skoteldar sem lítil hætta á að stafa af en þar sem að þau virka ekki rétt getur hætta stafað af þeim.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig virkni umræddra stjörnuljósa var við prófun. Neytendastofa hefur því tekið ákvörðun um sölu- og afhendingarbann á STJÖRNUBLYS frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. Auk þess er krafist að félagið eyði öllum óseldum eintökum og sendi staðfestingu um að til Neytendastofu. Framangreind prófun og skoðun Neytendastofu er hluti af samevrópsku átaksverkefni um öryggi skotelda.


Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA