Fara yfir á efnisvæði

Heitið Bjössi 16 ekki bannað

10.02.2017

Neytendastofu barst kvörtun frá Bjössa ehf. yfir því að keppinautur fyrirtækisins hafi skráð og noti firmaheitið Bjössi 16 ehf. Taldi Bjössi ehf. að brotið væri á rétti sínum og hætta væri á að ruglast yrði á fyrirtækjunum vegna líkinda heitanna. Starfsemi beggja fyrirtækja tengist akstri vörubifreiða.

Í ákvörðun Neytendastofu er um það fjallað að þó hluti heitanna sé hið sama telji stofnunin seinni hluta í heiti Bjössa 16 ehf. greina nokkuð á milli þeirra. Þá noti bæði fyrirtækin áberandi myndmerki á vörubifreiðum sínum og þau séu ólík, m.a. af þeirri ástæðu að í myndmerki Bjössa 16 ehf. sé megináhersla lögð á töluna 16.

Neytendastofa taldi því ekki ástæðu til að banna Bjössa 16 ehf. notkun á firmaheiti sínu.

Ákvörðunina má lesa í heild hér

TIL BAKA