Markaðssetning Norðursiglingar á „Carbon Neutral“
Neytendastofu barst erindi Gentle Giants Hvalaferða ehf. þar sem kvartað var yfir markaðssetningu keppinautarins Norðursiglingar ehf. Taldi Gentle Giants Hvalaferðir að notkun Norðursiglingar á slagorðinu „Carbon Neutral“ væri villandi markaðssetning.
Neytendastofa taldi að fullyrðingar sem vísi til jákvæðra eða hlutlausra umhverfisáhrifa vara eða þjónustu verði að vera settar fram á skýran, nákvæman og ótvíræðan hátt og studdar fullnægjandi gögnum. Að mati Neytendastofu var notkun Norðursiglingar á slagorðinu víðtæk og áberandi þrátt fyrir að aðeins hluti starfseminnar gæti talist án útblásturs koldíoxíðs. Taldi Neytendastofa því að um væri að ræða villandi og óréttmæta viðskiptahætti.
Var Norðursiglingu bannað að nota slagorðið þannig að villandi væri gagnvart neytendum eða ósanngjarnt gagnvart keppinautum.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.