Auðkennið Íslenska fasteignasalan
Neytendastofu barst erindi Fasteignasölu Íslands ehf. þar sem kvartað var yfir notkun keppinautarins PRO.Íslenska fasteignasalan ehf. á heitinu „Íslenska fasteignasalan“. Taldi Fasteignasala Íslands að notkun PRO.Íslensku fasteignasölunni á heitinu væri villandi og til þess fallið að valda ruglingi milli fyrirtækjanna.
Í niðurstöðum Neytendastofu er um það fjallað að auðkenni verði að hafa sérkenni til þess að njóta verndar því fyrirtækjum verði ekki bannað að nota almenn orða eða orð sem eru lýsandi fyrir starfsemina. Neytendastofa taldi að Fasteignasala Íslands væri sérkennalítið auðkenni. og að ekki væru nægilega veigamiklar ástæður í málinu til þess að banna notkun á heitinu Íslenska fasteignasalan. Þá er um það fjallað að myndmerki og lénaheiti fyrirtækjanna eru ólík.
Neytendastofa taldi því ekki ástæðu til aðgerða vegna kvörtunarinnar.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.