Fara yfir á efnisvæði

Drög að reglugerð um fasteignalán til neytenda

03.03.2017

Neytendastofa vekur athygli á því að fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt til umsagnar á vef sínum drög að reglugerð um fasteignalán til neytenda. Eins og fram kemur á vef ráðuneytisins fjallar reglugerðin um staðlað eyðublað sem nota skal til að veita upplýsingar um samninga um fasteignalán, lágmarkskröfur um þekkingu og hæfni lánveitenda og lánamiðlara, lánshæfis- og greiðslumat, lágmarksfjárhæð starfsábyrgðartryggingar lánamiðara og forsendur við útreikning árlegrar hlutfallstölu kostnaðar og viðbótar-árlegrar hlutfallstölu kostnaðar.

Lög um fasteignalán til neytenda taka gildi 1. apríl n.k. og er áætlað að reglugerðin hafi sama gildistökudag.

Hér er hægt að sjá nánari upplýsingar ásamt reglugerðardrögunum.


TIL BAKA