Fara yfir á efnisvæði

Drög að reglugerð um skotelda

07.03.2017

Neytendastofa vekur athygli á því að innanríkisráðuneytið hefur birt til umsagnar á vef sínum drög að reglugerð um skotelda. Eins og fram kemur á vef ráðuneytisins felur reglugerðin í sér heildarendurskoðun á gildandi reglugerð um skotelda þar sem tekið er mið af evrópustöðlum en Ísland hefur skuldbundið sig til að innleiða CE-merkingar á skotelda. Lagt er til að skoteldar sem leyfðir eru samkvæmt evrópskum stöðlum, CE stöðlum, og aðgengilegir eru hjá Staðlaráði Íslands, verði leyfðir hér á landi. Ekki eru lagðar til takmarkanir á skoteldum umfram þær takmarkanir sem gerðar eru í ofangreindum stöðlum en þó verður stjórnvöldum heimilt að banna sölu á tilteknum skoteldum, reynist þeir ekki vel hér á landi.

Hér er hægt að sjá nánari upplýsingar ásamt reglugerðardrögunum (https://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/drog-ad-reglugerd-um-skotelda-til-umsagnar).

TIL BAKA