Toyota innkallar Corolla bifreiðar
08.03.2017
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 1458 Toyota Corolla bifreiðum, framleiðslutímabil 2002-2004. Ástæða innköllunarinnar er vegna galla í öryggispúða í stýri. Við árekstur sem er nógu harður til að öryggispúðinn eigi að blása út er mögulegt að drifbúnaðurinn fyrir púðann rifni og púðinn veiti ekki þá vernd sem honum er ætlað.
Toyota á Íslandi mun senda eigendum þessara bíla bréf.
Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við Toyota á Íslandi ef þeir eru í vafa.