Neytendastofa stoppar sölu á 124 leikföngum
Neytendastofa fékk ábendingu um að mjúkdýr í versluninni Minn heimur væru ekki í lagi. Í kjölfarið var farið í verslunina og 124 mjúkdýr tekin til nánari skoðunar. Við nánari skoðun kom í ljós að það vantaði CE merkið á öll mjúkdýrin en leikföng sem markaðssett eru hér á landi eiga að vera CE merkt. Þá voru sum mjúkdýrin byrjuð að rifna meðfram saumum og fyllingin farin að detta úr. Það getur skapað hættu fyrir ungabörn þar sem ekki er vitað um efnainnihald fyllinganna auk þess sem að það getur valdið köfnunarhættu. Þá voru sum mjúkdýranna með batterí sem auðveldlega gátu losnað úr þegar saumarnir byrja að rifna. Neytendastofa óskaði eftir gögnum um framleiðslu mjúkdýranna. Engin gögn bárust stofnuninni. Neytendastofa hefur sölu- og afhendingarbann á tólf tegundum mjúkdýra í versluninni Minn heimur þar sem leikföngin voru ekki í lagi.
Athygli skal þó vakin á því að engar tilkynningar hafa borist Neytendastofu um slys af völdum ofangreindra leikfanga
Ákvarðanirnar má lesa í heild sinni hér.