Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

30.03.2017

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 59/2016. Í ákvörðun Neytendastofu er fjallað um þríþætt brot E-content gegn ákvæðum laga um neytendalán. Þannig komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að félagið hafi brotið gegn upplýsingaskyldu sinni fyrir samningsgerð, upplýsingaskyldu í samningum auk þess sem árleg hlutfallstala kostnaðar og heildarlántökukostnaðar væri ranglega reiknað þar sem verð fyrir rafbækur væri ekki innifalið í útreikningum. Væri árleg hlutfallstala kostnaðar og heildarlántökukostnaður rétt reiknað færi kostnaður af lánum félagsins upp fyrir leyfilegt hámark árlegrar hlutfallskostnaðar skv. lögunum. Fyrir brotin lagði Neytendastofa 2.400.000 kr. stjórnvaldssekt á E-content.

Áfrýjunarnefnd hefur nú staðfest ákvörðun Neytendastofu að öllu leyti.

Úrskurð áfrýjunarnefndar má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA