Fara yfir á efnisvæði

Kids II innkallar leikfang

12.04.2017

FréttamyndNeytendastofa vekur athygli á innköllun Kids II á Oball rattle vegna slysahættu. Oball Rattles 81031“ með einu hylki þar sem einungis eru appelsínugular plastkúlur og með eftirfarandi „T“ lotunúmer: T3065, T0486, T1456, T2316 og T2856. Lotunúmerin má sjá á litlum þríhyrningi á innra yfirborði vörunnar. Varan hefur verið í sölu frá 1. janúar 2016 t.d í Toys R Us. Í tilkynningu Kids II kemur fram að ástæða innköllunarinnar er sú að smáhlutir geta losnað úr hylkinu og valdið skaða hjá ungum börnum.

Neytendur ættu þegar í stað að fjarlægja þessa innkölluðu vöru frá ungum börnum og hafa samband við félagið í gegnum vefslóðina https://oballrattleenrow.expertinquiry.com til að fá hana endurgreidda að fullu.

TIL BAKA