Upplýsingar á vefversluninni pantadu.is ófullnægjandi
Neytendastofu hafa borist fjölmargra kvartanir og ábendingar frá neytendum um að þeir nái ekki í forsvarsmenn vefsíðunnar pantadu.is. Við skoðun Neytendastofu á síðunni kom í ljós að nauðsynlegar upplýsingar um þjónustuveitanda komu ekki fram. Stofnunin vakti athygli forsvarsmanns vefsíðunnar á þessu og fór fram á að upplýsingagjöfin yrði bætt.
Þrátt fyrir ítrekaðar athugasemdir og leiðbeiningar stofnunarinnar voru upplýsingar á heimasíðunni hins vegar ekki lagaðar. Með ákvörðun Neytendastofu hefur vefversluninni fjórtán daga til að lagfæra upplýsingar um þjónustuveitanda. Ef það verður ekki búið að gera lagfæringar á vefsíðunni pantadu.is innan tilskilins tíma verður forsvarsmanni vefverslunarinnar gert að greiða dagsektir kr. 20.000 kr. á dag þar til farið hefur verið að ákvörðun Neytendastofu.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.