Ný ferðatilskipun Evrópusambandsins tryggir aukin réttindi ferðamanna
08.06.2017
Neytendastofa vekur athygli á því að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur boðað til kynningarfundar þann 15. júní n.k. um nýja ferðatilskipun Evrópusambandsins.
Á vef ráðuneytisins kemur fram að það vilji tryggja samráð við hagsmunaaðila við innleiðingu tilskipunarinnar. Í því skyni boði ráðuneytið til fundar þar sem helstu breytingar verða kynntar og leitast verður við að fá fram ábendingar og athugasemdir sem nýst geta við áframhaldandi vinnu.
Neytendastofa hvetur ferðaþjónustuaðila til að kynna sér efnið á vef ráðuneytisins, sjá hér: