Brimborg innkallar Mazda bifreiðar
26.06.2017
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf varðandi innköllun á 29 Mazda 3 bifreiðum, framleiðsluár 01.07.2015 – 18.09.2015. Á ákveðnum Mazda 3 bifreiðum þarf að athuga plastsuðu á ICV ventli á bensíntank.
Innköllunarferlið er nú þegar hafið og mun Brimborg hafa samband við eigendur umræddra bifreiða.
Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við bílaumboðið Brimborg ehf ef þeir eru í vafa.