Fara yfir á efnisvæði

Fullyrðingar Símans ekki villandi

28.06.2017

Neytendastofu barst kvörtun frá Vodafone yfir fullyrðingum Símans um hraðasta farsímanetið. Vodafone taldi fullyrðinguna villandi og gerði einnig ýmsar athugasemdir við framkvæmd prófunarinnar sem fullyrðingin byggir á og við framsetningu í auglýsingunum.

Niðurstaða Neytendastofu var sú að Speedtest prófanir Ookla væru fullnægjandi sönnun fyrir fullyrðingunni og því væri Símanum heimilt að birta hana í auglýsingum. Í ákvörðuninni kom líka fram að þó Síminn gæti birt fullyrðinguna yrði að gæta þess að hvar sem hún kæmi fram segði skilmerkilega að um væri að ræða niðurstöður Speedtest fyrir árið 2016. Taldi Neytendastofa að ef þær upplýsingar kæmu ekki fram gætu neytendur skilið hana sem svo að Síminn bjóði í öllum tilvikum upp á hraðasta farsímanetið.

Í gögnum málsins voru engar auglýsingar þar sem tilvísun til Speedtest 2016 kom ekki fram og þess vegna taldi Neytendastofa ekki ástæðu til að aðhafast frekar í málinu.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA