Sölubann á skotelda hjá Stjörnuljós ehf.
10.07.2017
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um sölubann á skotkökurnar STORMUR og LITRÍKAR ÞRUMUR sem Stjörnuljós ehf. fluttu til landsins.
Við prófun kom í ljós að kveikurinn á skotkökunni LITRÍKAR ÞRUMUR var of lengi að kveikja á sér. Alvarleg hætta er fólgin í því að fólk telur að ekki hafi kviknað í skotkökunni og snýr aftur að kökunni sem þá tekur að springa. Auk þess kom í ljós að þrjár af hverjum 10 kökum voru ekki nægilega stöðugar og gat kakan jafnvel oltið á hliðina. Þá var galli í hönnun á skotkökunni STORMUR.
Framangreind prófun og skoðun Neytendastofu er hluti af samevrópsku taksverkefni um öryggi skotelda.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.