Fara yfir á efnisvæði

Norðursigling sektuð

04.08.2017

Neytendastofa hefur lagt 500.000 kr. stjórnvaldssekt á fyrirtækið Norðursiglingu ehf. fyrir að hafa brotið gegn ákvörðun stofnunarinnar frá 8. febrúar 2017.
Með fyrri ákvörðun Neytendastofu var Norðursiglingu bönnuð notkun myndmerkis og textans „Carbon Neutral“ í markaðssetningu fyrirtækisins þannig að villandi væri fyrir neytendur og ósanngjarnt gagnvart keppinautum.
Að mati Neytendastofu voru úrbætur Norðursiglingar á markaðssetningarefni fyrirtækisins ófullnægjandi. Taldi Neytendastofa því nauðsynlegt að leggja stjórnvaldssekt á fyrirtækið.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA