Hekla innkallar 27 bifreiðar
17.08.2017
Hekla hf. tilkynnir um innköllun á Skoda Octavia og Volkswagen Scirocco, Eos, Golf, Jetta, og Caddy vegna mögulegrar bilunar í ABS/ESC stjórnboxi. Ef bilun verður virkar ekki stöðuleikastýring sem varnar því að bíllinn renni til við yfirstýringu, undirstýringu og nauðhemlun.
Viðgerð felst í að hugbúnaður verður skoðaður og uppfærður ef þarf. Innköllun þessi nær til bifreiða sem framleiddar voru frá maí 2008 til september 2010 og eru með stjórnbox, með tilteknum hugbúnaði.
Á Íslandi eru 2 Skoda Octavia og 25 VW Golf sem innköllunin á við um. Eigendum bílana verður sent bréf um innköllun á næstu dögum.