Fara yfir á efnisvæði

Lindex innkallar Disney Frozen sokkapakka

04.09.2017

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Lindex um að eitt par (þeim með myndinni af Önnu) í Disney Frozen pakkanum með vörunúmeri 833 7410285 5170 1611 uppfylli því miður ekki kröfur Lindex um gæði. Sokkarnir innihalda kemískt efni sem sé bannað í allri framleiðslu Lindex.

Samkvæmt tilkynningu frá Lindex er efnið sem fundist hefur ekki leyfilegt þar sem það brotnar niður í efni sem grunur leikur á um að sé skaðlegt. Efnið var uppgötvað í aðeins einni sendingu af þessum sokkum en til að fyllstu varúðar sé gætt hvetur Lindex viðskiptavini sína sem hafa keypt þessa vöru að skila henni i næstu verslun og fá að fullu endurgreitt.

Í tilkynningunni kemur fram að öryggi viðskiptavina og gæði í vörunum séu forgangsmál hjá Lindex og að lögð sé gríðarlega mikil áhersla á það við framleiðslu á tískuvörum þeirra. Þá harmi Lindex að sokkarnir hafi komist í gegnum gæðaeftirlit þeirra.

Neytendastofa hvetur eigendur þessara bláu sokka að taka þá strax úr umferð og að þeim sé skilað til Lindex, þar sem hugsanlega geta verið krabbameinsvaldandi efni í bláu Önnu sokkunum.

TIL BAKA