Fara yfir á efnisvæði

Innköllun á Maserati

13.09.2017

Maserati vörumerkiðNeytendastofa vekur athygli á evrópskri innköllun á Maserati bifreiðum. Þessi bílategund hefur engan umboðs eða þjónustuaðila á Ísland og málið því af öðrum toga en flestar bifreiðainnkallanir Neytendastofu. Innköllunin er í gegnum Rapex kerfið og snýr að öllum Maserati bifreiðum af undirgerðunum Ghibli, Levante og Quattroporte sem framleiddar voru á árunum milli 2013 og 2016. Um er að ræða 112.690 bíla. Mögulega eru sex bifreiðar af þessum gerðum að finna á Íslandi. Innköllunin var sett í gang vegna mögulegrar hættu á skammhlaupi undir sætum bifreiðarinnar með tilheyrandi eldhættu. Eigendum þessara bifreiða eru hvattir til að kynna sér innköllunina og grípa til viðeigandi ráðstafanna.

Þar sem Maserati hefur engan umboðsmann á Íslandi eru inngrip vegna innköllunarinnar nokkuð snúinn og ábyrgðarmál gætu verið í uppnámi ef annar en viðurkenndur viðgerðaraðili kemur að lagfæringu gallans.

TIL BAKA