Fara yfir á efnisvæði

Victoria‘s Secret innkallar farsímahulstur

14.09.2017

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Victoria‘s Secret um innköllun á farsímahulstrum fyrir IPhone. Hulstrin eru gerð úr plasti sem innihalda vökva og glimmer. Samkvæmt tilkynningunni geta hulstrin auðveldlega brotnað með þeim afleiðingum að terpentína (e. white spirit) lekur úr hulstrinu. Ef vökvinn snertir húð, getur hann valdið óþægindum eða bruna. Þegar hafa verið tilkynnt nokkur slys en engin hér á Íslandi. Hulstrin voru til sölu í verslun Victoria‘s Secret á Keflavíkurflugvelli og seldust 22 eintök hér á landi. Neytendastofa hvetur eigendur hulstranna að hætta notkun þeirra strax.

Símahulstrunum má skila gegn fullri endurgreiðslu á skrifstofum Fríhafnarinnar (Duty Free Store). Skrifstofan verslunarinnar er á Keflavíkurflugvelli og er opin frá 8:00-16:00 virka daga. Hægt er að hafa samband í síma 425-0410. Þá er sérstaklega tekið fram að neytendur þurfi ekki brottfararspjald til að hafa aðgang að skrifstofunni.

TIL BAKA