Fara yfir á efnisvæði

Sekt fyrir brot á ákvörðun

03.10.2017

Neytendastofa hefur lagt 500.000 kr. stjórnvaldssekt á N1 hf. fyrir að hafa brotið gegn ákvörðun stofnunarinnar nr. 1/2017. Með fyrri ákvörðun Neytendastofu var N1 bönnuð birting auglýsinga þar sem sagði: „Í fyrsta skipti á Íslandi. Þrír fyrir einn á eldsneyti. Fellsmúli, Smáralind og Staldrið. Þrír staðir. Já þrír fyrir einn og ódýrara bensín og dísel“, „Megahraðboðstilrýmingarsérverð“ og kynningu á því sem „Nýjung á Íslandi“ í markaðssetningarefni fyrirtækisins. Auglýsingarnar væru villandi gagnvart neytendum þar sem slagorðin væru óljós og gæfu til kynna að um tímabundið verðhagræði væri að ræða. Að mati Neytendastofu voru úrbætur N1 á markaðssetningarefni fyrirtækisins ófullnægjandi. Taldi Neytendastofa því nauðsynlegt að leggja stjórnvaldssekt á fyrirtækið.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA