Fara yfir á efnisvæði

Sektað vegna brota á ákvörðunum

05.10.2017

Neytendastofa hefur lagt 1 millj. kr. stjórnvaldssekt á Úranus ehf. og 300.000 kr. stjórnvaldssekt á Stóru bílasöluna ehf. vegna auglýsingar um 5 ára ábyrgð á bifreiðum.
Með ákvörðun Neytendastofu nr. 43/2014 komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að auglýsingarnar væru villandi og brytu gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þar sem ábyrgðartími byrjaði að líða við innflutning en ekki afhendingu. Var birting þeirra því bönnuð.
Úranusi hefur áður verið gert að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 300.000 kr. fyrir það að brjóta gegn ákvörðun Neytendastofu nr. 43/2014 með birtingu auglýsinganna.
Ákvarðanir Neytendastofu nr. 43/2014 og nr. 8/2016 beindust eingöngu gegn Úranusi sem kom fram sem ábyrgðaraðili auglýsinganna.. Með hliðsjón af ítrekun brota og í ljósi þess að auglýsingarnar eru birtar í nafni Stóru bílasölunnar, sem jafnframt er söluaðili bílanna, taldi Neytendastofa nauðsynlegt að beita úrræðum jafnframt gagnvart Stóru bílasölunni.
Ákvörðunina má lesa hér

TIL BAKA