Festu það!
Neytendastofa tekur þátt í átaksverkefni OECD sem kallast Festu það! En stutt er síðan vinsælar kommóður voru innkallaðar vegna dauðaslysa eftir að hafa fallið á börn.
Húsgögn og sjónvörp eru ein af mest földu slysagildrum á heimilum fyrir börn. Á hverjum klukkutíma eru að meðaltali 3 börn í Bandaríkjunum sem fara á slysdeild þar sem kommóður, sjónvörp eða eitthvað annað húsgagn hefur dottið á þau. Það eru 80% líkur á að börnin séu 1-5 ára. Algengast er að sjónvarp eða kommóða falli á barnið eða 70% líkur. Oftast gerist það inn í svefnherberginu. Það eru 18% líkur á að barnið festist undir þunganum og geti ekki náð andanum. Að meðaltali deyr eitt barn á tveggja vikna fresti í svona slysum. Svipuð hlutföll eru í öðrum löndum sem eru með slysaskráningu. Við höfum ekki tölur um fjölda slysa á Íslandi af þessum orsökum.
Börn eru forvitin að eðlisfari og því klifra þau oft upp kommóður eða önnur húsgögn í leit af gersemum. Kommóður eru oft sérstaklega spennandi þar sem útdregnar skúffur má nota sem stiga. Ef sjónvarp dettur á barn af meðal hárri kommóðu geta áhrif höggsins af sjónvarpinu verið eins og að fá á sig 453 kg.
Koma má í veg fyrir slys með einföldum hætti með því að festa húsgögnin og sjónvörp við vegg og nota barnalæsingar á skúffurnar. Passið að hafa aldrei allar skúffurnar í kommóðunni opnar í einu. Það þarf einnig að hafa i huga að setja alltaf þyngri hlutina neðst í skúffur eða hillur. Ekki á að setja sjónvarp á húsgang sem er ekki hannað til að bera það eins og kommóður og það þarf að festa sjónvarpið við vegg.