mjúkdýr innkallað
Neytendastofu barst tilkynning um hættulega vöru í gegnum Rapex viðvörunarkerfið. Þar var á ferðinni mjúkdýr sem eru frá fyrirtækinu Ty sem fást víða á Íslandi. Um er að ræða krúttlegt mjúkdýr í regnbogalitunum. Ástæða innköllunarinnar er að saumarnir sem halda honum saman geta raknað upp og börn geta því stungið fylliefninu upp í sig auk baunapoka sem einnig var í innviðum regnbogabangsans.
Mjúkdýrið hefur verið innkallaður víða í Evrópu en samkvæmt upplýsingum sem Neytendastofa hefur fengið frá innflytjendum hefur þessi tegund ekki verið flutt inn til Íslands en þar sem þetta vinsæl vara gæti verið að regnboga mjúkdýrið hafi borist með öðrum leiðum til Íslands.
Neytendastofa biður fólk að vera á varðbergi gagnvart tuskudýrum og skoða sauma og athuga hvort að smáir hlutir séu að losna eins augu, nef og svo framvegis. og jafnframt farga gömlum og slitum leikföngum sem gætu reynst hættuleg við vissar aðstæður.