G.Á.P. innkallar endurskinsprey
30.10.2017
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá G.Á.P. um að búið sé að taka út sölu og verið sé að innkalla ALBEDO 100 endurskinsprey Sparkling Gey, þar sem komið hefur í ljós að varan uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru til endurskins. Varan var auglýst sem endurskinsprey sem hægt væri að spreyja á fatnað, gæludýr, hjól og svo framvegis.
Neytendastofa vill nota tækifærið og minna fólk á að öll endurskinsmerki eiga að vera CE merkt.