Innköllun á Hino Vörubílum
06.11.2017
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Rapex vörueftirlitskerfinu um að innköllun á Hino vörubifreiðum. Um er að ræða vörubifreiðar sem framleiddar voru á árunum 2007 til 2014. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að handbremsa sé ekki í lagi.
Neytendastofa veit ekki til að það sé umboðsaðili fyrir þessar bifreiðar á Íslandi en talið er að séu nokkrar vörubifreiðar af þessari tegund hérlendis. Þegar um er að ræða bifreiðar sem hafa verið fluttar inn og enginn þjónustu aðili er á Íslandi, þá munu eigendur ekki fá neina tilkynningu um innköllun. Því er mikilvægt að þeir athugi vel hjá umboðsaðila erlendis.