Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

20.11.2017

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 26/2017. Í ákvörðun Neytendastofu lagði stofnunin 10 milljóna króna stjórnvaldssekt á E – content fyrir brot gegn fyrri ákvörðun stofnunarinnar. E-content er rekstraraðili smálánafyrirtækjanna Kredia, Smálán, 1909, Múla og Hraðpeninga.

Neytendastofa taldi fyrirtækið ekki sýna fram á að farið hafi verið að ákvörðunum stofnunarinnar sem snéri að upplýsingagjöf til neytenda og þess kostnaðar sem lagður er á lán frá félaginu. Því lagði Neytendastofa stjórnvaldssekt á fyrirtækið. Neytendastofa kvað einnig á um það að félagið skuli greiða dagsektir verði háttseminni ekki breytt þannig að ákvörðununum sé fylgt.

Áfrýjunarnefnd hefur nú staðfest ákvörðun Neytendastofu að öllu leyti.

Úrskurð áfrýjunarnefndar má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA