Fara yfir á efnisvæði

Svartir föstudagar

23.11.2017

Víða má sjá auglýsingar verslana um fyrirhugaða tilboðsdaga fyrir jólainnkaup, svonefnda svarta föstudaga eða „Black Friday“ sem eru að bandarískri fyrirmynd.

Þessi siður er einnig að ryðja sér til rúms hjá nágrannaþjóðum okkar. Nýlega lauk danski umboðsmaður neytenda aðgerðum gagnvart stórverslunum vegna villandi markaðssetningar á svörtum föstudegi í Danmörku. Vörurnar höfðu í flestum tilfellum verið boðnar með villandi verðhagræði, ýmist með hækkun fyrra verðs rétt fyrir tilboðsdagana eða með röngum fyrri verðum.

Neytendastofa fylgist með því að verslanir hér á landi viðhafi ekki óréttmæta viðskiptahætti til þess að blekkja neytendur í viðskipti og hefur stofnunin oft og tíðum sektað verslanir vegna slíkra blekkinga.
Allar ábendingar frá neytendum eða keppinautum um rangt eða villandi verðhagræði á svörtum föstudögum eru gagnlegar fyrir starf Neytendastofu. Neytendastofa hvetur neytendur til að vera vel vakandi fyrir gylliboðum og gera alltaf verðsamanburð á endanlegu verði. Þá hvetur Neytendastofa verslanir til þess að fylgja lögum og reglum í markaðssetningu sinni.

https://www.forbrugerombudsmanden.dk/nyheder/forbrugerombudsmanden/pressemeddelelser/2017/20171030-black-friday-tilbud-var-vildledende/

TIL BAKA