Fara yfir á efnisvæði

BL ehf . innkallar Nissan

27.11.2017

Lógó BLNeytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf ehf um innköllun á Nissan bifreiðum sem framleiddar voru á árabilinu 2001 - 2013. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að loftpúði leki með þeim afleiðingum að súrefni komist inn í hylki loftpúðans og hafi áhrif á virkni loftpúðans við árekstur þannig að agnir úr loftpúðanum gætu skaðað farþega. Um er að ræða undirtegundirnar Doble Cab, Almera / X-Trail / Terrano / Note og Patrol sem framleiddar voru á árunum 2004 til 2013

BL ehf mun senda eigendum viðkomandi bifreiða bréf þar sem boðun í loftpúðaskipti verða tilkynnt þeim að kostnaðarlausu

Neytendastofa hvetur fólk til að fylgjast vel og hafa samband við BL ehf ef það á bíla sem falla undir þessa innköllun.

TIL BAKA